- Gefið út
Jólasaga Trausta
- Rithöfundar
Trausti skrifaði skemmtilega og huggulega sögu um jólin sem heitir Jólaskekkja
Frostkaldur morgun
Ég vakna einn daginn frostkaldur og kíki í kringum mig, það er dimmt og drungalegt í herbergi mínu. Ég kíki út um gluggan í herbergi mínu og sé öll hvítu fjöllin sem útlendingar geta ekki sagt rétt og slétturnar sem enda aldrei. Það er snjóandi og ískaldur vindur fleygir sér á húsið mitt með miklum krafti. Ég loka glugganum og kíki fram, klukkan er 7 um morgun en maður gæti haldið að það væri miðnætti. Foreldrar mínir eru enn sofandi þannig ég held hljóði. Ég kíki á dagatalið með vasaljósi og sé að það er 12. Desember. Þetta er dagurinn sem fyrsti jólasveinninn á að koma inn til byggða en ég er orðinn 16 ára og spái ekkert lengur í svona rugli. Þetta eru bara gamlar sögur sem voru sagðar til að fá krakka til þess að hlýða. Ég fæ allt í einu tilkynningu um það verður ekki skóli í dag vegna þess að það er ófært. Ég brosi bara, Þriggja daga helgi.
Seinna í morgun heyri ég í pabba mínum koma niður stigann, hann var augljóslega mjög þreyttur og illa lemstraður. Hann spyr mig hvort ég var eitthvað að stússa úti í fjósi í nótt. „Var þetta ekki bara vindurinn að spila leiki eins og vanalega?“ Spyr ég. „Nei, þetta var eitthvað öðruvísi“... „Eitthvað meira mannlegt því það hljómaði eins og einhver væri gangandi með prik“. Ég segi honum að bara að bursta þessu af sér því afhverju ætti einhver að vera að stússa inn í fjósi með prik. Ég spyr hann líka afhverju hann sæi þá ekki þessa manneskju sem hann er að ýminda sér, hann segist ekki getað séð neitt sem er skiljanlegt því það er nótt, mikill snjór og hríðubylur.
Furðulegt
Ég ákveð samt að kíkja inn í fjós með pabba til öryggis. Fyrst þegar ég kem inn tek ég eftir því hversu óvanalega stressuð dýrin eru í fjósinu, sérstaklega rollunar. „Ég er að segja það sonur, það er eitthvað sem skelkaði þessi dýr og rollunar í nótt“. „Er það ekki bara veðrið í nótt sem skelkaði dýrin?“ spyr ég flissandi. „Nei, þetta er óvanalegt. Þetta hefur aldrei gerst á ævi minni, allavegna ekki svona klikkað“. Ég segi honum að þetta sé ekkert og hann ætti að hætta að spá þessu því þetta stressar hann svo mikið. Ég ákveð að nota þennan Föstudag í það að vera í tölvunni.
Það var samt eitthvað öðruvísi við þetta, þetta var frekar óvenjulegt. Ég gat ekki losnað við þessa hugsun. Mín forvitni verður á endanum of mikil og ég byrja að leita upp allskonar. Allt sem ég leita upp á netinu kemur alltaf að sömu niðurstöðu og það er Stekkjarstaur, jólasveinninn sem kemur fyrstur til byggða. vHann kemur frá fjölskyldu Grýlu eins og allir hinir jólasveinarnir, hann gengur með prik og drekkur mjólk úr rollum. Allt sem pabbi sagði passar mjög vel við þennan jólasvein.
Ég kemst líka að því að á hverjum 100 árum eru það sem við köllum blóðug jól, blóðug jól eru þegar jólasveinarnir breytast í morðingja og innbrotsþjófa, jólasveinarnir kjósa eitt heimili á Íslandi til að fara og hver og einn fer sérstaklega þar til að ræna einhverju. Það er sagt að ef jólasveinarnir sjá þig á þessu ári, munu þeir myrða þig og éta þig því þeir eru mjög svangir. Það er samt voða lítið vitað um þetta og sumir segja að þetta sé samsæri. Blóðug jól voru síðast árið 1923. Ég hugsa mig aðeins um og ákveð að vera vakandi um nóttina þó ég veit að það sé hættulegt.
Næturvörður
Ég vakna í nótt, það er kyrrð og enginn stormur, ég kíki út um gluggan og sé furðulegan mann gangandi inn í sveitina okkar með langa húfu og einhverskonar gamaldagsföt. Hann heldur á tveim fötum og labbar inn í fjósið. Ég stekk af stað og fer í áttina að fjósinu, ég sé manninn taka mjólk úr spenunum á kúnnum. Ég fylgist með honum gera þetta í langan tíma. Á meðan er heili minn á fullu að spá í því hvað skal gera og hver þetta er í fyrsta lagi. En áður en ég veit af stendur þessi gaur upp og fer af stað með fullar fötur af mjólk. Ég hugsa ekki lengi og stekk upp og hleyp á eftir honum, hann sér mig og kastar fullu fötuna af mjólk í mig og hleypur í burtu. Fatan lendir á höfuð mitt og ég rotast. Ég vakna um morguninn úti í snjónum með stóra kúlu á höfðinu.
Um morguninn segi ég pabba mínum um þetta sem gerðist og hann trúir mér ekki þó ég sé með kúlu á höfðinu og segir mér að þú hefur verið labbandi í svefni og rekist í eitthvað. Ég ákveð að vera vakandi næstu nóttina því núna ætti Stúfur að vera á ferðinni. Um nóttina heyri ég mikil læti í eldhúsi því það er einhver að stússa með pönnurnar í eldhúsinu. Ég labba út og sé einhvern lítinn gaur með pönnu. Ég ákveð að reyna að tala við hann. Hann sér mig og reynir að rota mig með pönnunni en hittir ekki svo hann ákveður frekar að flýja í burtu. Ég elti hann upp fjöllin og yfir hæðir í miklum snjó breiðum þangað til jólasveininn fer í stóran helli. Ég hugsa mig aðeins um. „Ætti ég að fara þarna inn?“ hugsa ég. Ég ákveð frekar að fara heim og segja öllum vinum mínum um þetta og þennan stað. Á leiðinni heim líð ég eins og einhver sé að elta mig. Ég kíki inn á milli í kringum mig en sé ekkert þannig ég held bara áfram.
Jólasveinarnir
Allt í einu er kippt í mig og ég er hrintur á jörðina með miklu krafti Næst sé ég lítinn mann mann fyrir ofan mig með pönnu. Hann ber mig með pönnunni og ég rotast á núll einni.
Ég vakna í einhverjum helli og kíki í kringum mig. Þrettán menn og gömul, hryllileg og blóðug kona fylgjast með mér. Ég kíki fyrir neðan mig, ég er ofan á borði. Einhver stór hryllilegur köttur situr í öðru herbergi með einhverjum gömlum kalli. Ég þekkti tveim af þessum mönnum frá síðustu nóttunum. „Sæll og blessaður vertu“ segir gamla konan í furðulegri röddu. „Hvað viltu mér?“ spyr ég til baka. „Þú veist allt of mikið kallinn minn“ segir hún og tekur upp exi. „Geturðu drifið þig að þessu, ég er svangur“ segir Gáttaþefur. „Pabbi þarf eitthvað gott í matinn“ segir Bjúgnakrækir. Ég kíki í kringum og sé útgang hellisins, ég finn líka það út að ég er ekki fastur við borðið. „Úps“ segir gamla konan flissandi og keyrir exina niður en ég næ að flýja af borðinu.
Ég stend upp og exin lendir og brýtur borðið í tvennt. „Ég sagði þér að þetta borð væri ekki nógu sterkt“ sagði Stúfur. „Getum frekar hugsað um að ná í þennan strák?“ segir Askaskleikir. Ég nota tíman á meðan jólasveinarnir eru að rífast í það að hlaupa að útganginum en allt í einu kemur stóri kötturinn og heldur mér frá útganginum „Varstu að reyna að flýja?“ segir gamla konan sem labbar nær. Allir jólasveinarnir fara að skellihlæja.
„Það kemst enginn út hér!“ segir gamla konan. Ég ákveð að flýja annarsstaðar í hellinn til að reyna að finna annan útgang. Jólasveinarnir hlaupa á eftir mér fallandi ofan á hvort annað. Ég finn opna hurð og hleyp í gegn en þegar ég geri það á skellir hurðin á mig og ég dett niður. Jólasveinarnir ná mér og umkringja mig. „Hurðaskellir náði honum, ýmindaðu þér“ segir Kertansíkir. „Núna mun mamma vera verulega pirruð“ segir Gluggagægir. Jólasveinarnir sparka í mig og binda mig við jörðina. Þeir hlæja allir. Gamla konan kemur með öxina en í þetta skipti get ég ekki gert neitt því ég er bintur og mjög illa lemstraður. „Þá er kominn þinn tími eins og allir hinir“ segir hún. Hún tekur upp exina, hlæjir og keyrir henni í búkinn minn… og allt verður svart.
Draumur?
Ég vakna upp úr rúminu sveittur. Þetta var martröð. Ég kíki í kringum mig, það er ískalt þannig ég loka glugganum. Öll fjöllin er hvít og það er logn. Það er 14. desember. Ég heyri einhver hljóð og finn einhverskonar reiklykt. Það er einhver maður með bensín og kveikjara fyrir utan húsið mitt. Húsið mitt er í logum.
Ég reyni að komast út en eldurinn er búinn að umkringja stigann. Ég fer í hjónaherbergið í leit af foreldrum mínum en sé blóð allstaðar. Það er miði á borði þar sem stendur: „Foreldrar þínir verða í kvöldmat í dag, þú verður eftirmaturinn“
- Grýla.
Ég ákveð að flýja úr hjónaherberginu og fara aftur í herbergið mitt. Ég brýt glugga minn og kemst út en svo koma menn að mér og berja mig í spað og setja mig aftur í eldinn. Ég öskra af sársauka illa lemstraður og örugglega með mörg brotin bein.
Eina sem ég heyri eru hlátursköst og svo beint á eftir verður allt svart. Í þetta skipti var þetta ekki draumur.
- ENDIR.