- Gefið út
Íþróttadagurinn
- Rithöfundar
Á íþróttadeginum hafðir þú val um hvort þú vildir fara á Úlfarsfell, hjólaferð eða fara í Fossvogsdal.
Biskupsreglan fór að sjálfsögðu á Úlfarsfell. Það vantaði frekar marga úr reglunni þennan dag, hvernig skildi það hafa gerst? 🤷
Við mættum í skólann, bjuggum okkur til nesti og tókum strætó til fjallsrót Úlfarsfells
Við löbbuðum upp fjallið með engum vanda og spiluðum sumartíman og önnur íslensk lög. Við hættum á endanum að syngja með því Gylfi fór að spila lög sem enginn veit hver eru.

Eftir að komast upp fyrsta hólinn fórum við upp á hann seinni.

Á hinum var stór útsýnispallur og við skemmtum okkur mjög vel þar


Sigurdór tekur „óvart" mynd af sjálfum sér í staðinn fyrir Jóhann.

Það var frekar mikil þoka þennan dag.


Eftir mikla skemmtun á pallinum var Jóhann þreyttur

Við ákváðum að fara svo á þriðja hólinn

Eftir þriðja hólinn fórum við heim, hressir og kátir eftir þessa frábæru ferð.