- Gefið út
Skólaslit reglunnar 2023
- Rithöfundar
Allir nemendur skólans og flestir foreldrar nemendana mættu kl 5 í skólann og settust niður í salnum
Skólastjóri skólans kynnti okkur aðeins um næsta ár.
Allir í 9.-10. bekk kynntu noregsferð sína með slides kynningu sem þau höfðu unnið á saman.
Einn nemandi fór nær í hvað gerðist í noregferðina/behind the scenes.
Næst kom hver einasti nemendahópur upp og fengu afhent einkunarblað og blóm og svo mætti taka myndir af þeim.
Þegar 10. bekkurinn kom upp fengu þau eins og allir hinir plús gjafir frá Sólrúnu umsjónakennara þeirra.
Þessar gjafir voru grín gjafir og voru tengd því hvað fólk hafði gert um skólaárið t.d. matthías fékk Sama hlut, samíska þjóðsönginn á íslensku og viftu.
Hann fékk Samíska dótið því það hann hafði keypt og lært smá um tungumál Sama.
Hann fékk viftuna út af því að hann er alltaf svo rosalega heitt hvar sem hann er.
Gylfi fékk medalíu því hann er bestur og megaphóne því hann talar alltaf svo hátt.
Sigurdór fékk skilti sem stóð „I'm daydreaming“, spiladós og eitt annað.
Ég ætla ekki að fara nánar í hvað hinir fengu.
Að lokum sungum við söng skólans og þá var skólinn slitinn.
Allir fengu að fara úr salnum og fá veitingar í boði Tómasar, Gylfi, Svanhildar og Söru.
Á meðan í salnum var sett á noregsferð vídeóið í gang fyrir fólk til þess að horfa á.
Að degi loknum fóru allir nemendur, kennarar og foreldrar heim.
En nú er því miður skólaárið búið. Þetta skólaslit var öðruvísi en það síðara. því sex af 22 nemendum útskrifast úr skólanum í reglunni þetta ár en síðasta ár útskrifaðist enginn úr reglunni. Þeir meðlimir sem útskrifast eru:
- Matthías
- Reglan væri ekki til án hans.
- Sér um vefsíðuna.
- Er fullkominn og myndarlegur.
- Gylfi
- Einn af stofnendum reglunnar.
- Bjó til Kúl gengið
- Sigurdór
- Einnig þekktur sem ,,æðsti trúður".
- Hefur tekið þátt í framkvæmdarteyminu þrisvar.
- (Er ekki í því eins og er)
- Er ástæðan fyrir því að allir meðlimir hafa sína eiginn síðu.
- Hrafnkatla
- Fyrsti kvenmaður reglunnar.
- Feministi
- Sara
- Listræn
- Svanhildur
- Klikkuð og fyndin
Eins og stendur í þessari frétt þá er Matthías að fara að útskrifast og fara til Danmerkur. Þá þarf einhver þá að taka við hluta af starfi hans. Matthías mun ennþá sjá um vefsíðuna. Trausti mun búa til verkefni, fréttir og eitthvað sem tengist ekki kóða því hann er ekki að nenna að læra það.
Sólrún bættist í hópinn þann 2. júni 2023 en við töluðum ekki um það í neinni frétt.
- Hún er umsjónarkennarinn okkar og kennir sagnfræði, íslensku, bókmenntir, textíl, samfélagsfræði og fleira.
Vonandi verður næsta skólaár skemmtilegra en þetta ár.
Sjáumst.