Gefið út

Norsklendingar í heimsókn

Rithöfundar

Fyrstu vikuna í apríl komu nokkrir Norðmenn í heimsókn frá Ekrehagen skole (17 nemendur og 7 fullorðnir)

Ekrehagen skole er skóli í Tromso, Noregi. Skólinn á það sameiginlegt með Suðurhlíðarskóla að þeir eru báðir reknir af Kirkju sjöunda dags aðventista. Samstarf milli skólanna hófst árið 2016 þegar Norðmennirnir komu í heimsókn til okkar. Nemendur Suðurhlíðarskóla fara til Noregs annað hvert ár og fá heimsókn frá norskum nemendum þau ár sem ekki er farið út. Árin 2020 og 2021 voru engar heimsóknir vegna covid.

Föstudagurinn 1. apríl

Norðmennirnir mættu í skólann klukkutíma á eftir áætlun. Við borðuðum grjónagraut og pizzu saman og fórum svo í sund. Eftir sundið var okkur skipt í hópa (2 Íslendingar og 2-3 Norðmenn) og hver hópur eyddi smá tíma saman.

Sunnudagurinn 3. apríl

Við byrjuðum daginn í Lágafellslaug en svo fórum við Gullna hringinn.

Áður en við lögðum af stað til Vestmannaeyja stoppuðum við hjá Seljalandsfossi. Næst fórum við að Landeyjarhöfn og tókum Herjólf til Vestmannaeyja.

gh

Þegar við komum til Vestmannaeyja fórum við í Aðventkirkjuna þar sem við gistum á meðan við vorum þar.

gh

Við borðuðum kvöldmat og fórum svo út í skotbolta. Norðmennirnir voru allir orðnir þreyttir eftir ferðalagið svo við fórum öll snemma að sofa.

Mánudagurinn 4. apríl

Næsta dag fóru Norðmennirnir og nokkrir Íslendingar í sund en hinir fóru út að skoða eyjuna.

Eftir hádegismat fóru allir í Eldheima sem er safn um eldgosið sem var þarna 1973. Eftir Eldheima fóru flestir úr hópnum upp á eldfjallið. Næst fengum við okkur kvöldmat á Tanganum og svo fórum við að Spranga.

gh
gh
gh
gh
gh
gh

Þriðjudagurinn 5. apríl

Næsta dag fóru næstum allir í sund en hinir þrifu kirkjuna.

gh
gh
Svo tókum við Herjólf aftur til Íslands.
gh
gh

Við stoppuðum á Hvolsvelli til að skoða Lava Museum. Við lærðum um fjölbreytta eldvirkni og jarðskorpuhreyfingar á Íslandi og hvernig landið hefur orðið til á milljónum ára. Við vonum að Norðmennirnir hafi líka lært eitthvað vegna þess að það eru engin eldgos í Tromso.

Næst skoðuðum við jarðhitasýningu ON í Hellisheiðarvirkjun. Þar skoðuðum við hvernig rafmagn er búið til úr jarðhita, gufu og vatni.

gh
gh

Þegar við vorum búin að skoða Hellisheiðarvirkjun fórum við í Raufarhólshelli sem er einn lengsti og þekktasti hraunhellir á Íslandi. Eitt af því fyrsta sem við tókum eftir inni í hellinum var hversu mikill ís var þarna en mesti ísinn var við inngang hellisins. Við enda göngubrúarinnar tókum við eina hópmynd saman áður en við gengum til baka.

gh
gh

Miðvikudagurinn 6. apríl

Á landnámssetrinu í Borgarnesi fengu við og Norðmennirnir að læra um Egil og pabba hans. Það eru tvær sýningar á landnámssetrinu svo okkur var skipt í tvo hópa. Á sýningunni er hljóðleiðsögn sem maður hlustar á í heyrnartólum þegar maður labbar í gegnum sýninguna. Við vonum að Norðmennirnir hafi lært eitthvað um víkinga því eitt sem ég get sagt þér er að þeir eru ekki víkingar.

Eftir landnámssetrið fórum við í sund og svo fórum við í Snorrastofu á Reykholti. Þar lærðum við um Snorra Sturluson, hversu ríkur hann var og af hverju hann skiptir svona miklu máli í Íslendingasögunum. Svo fengum við að skoða staðinn og Matthías og Trausti földu sig í helli.

gh
gh
gh

Fimmtudagurinn 7. apríl

Um morguninn fóru Norðmennirnir að skoða Alþingishúsið án okkar en síðan þá komu þeir að Hallgrímskirkju þar sem okkar var skipt í nokkra hópa fyrir ljósmyndaratleik.

ljósmyndaratleikur

Hver hópur fékk lista af hlutum eða stöðum sem þeir áttu að taka mynd af. Það voru verðlaun fyrir fallegustu, fyndnustu og mest skapandi myndina. Eftir ratleikinn stoppuðum við í ísbúð og fengum okkur ís.

Um kvöldið bauð Steinunn okkur heim til sín í partý. Þar var gaman að spila, spjalla og borða saman. Við fengum kvöldmat og eftirrétt. Sólrún skoðaði myndirnar frá því fyrr um daginn og gaf hópunum sem unnu verðlaunin sín.

Eftir partýið fóru Norðmennirnir aftur í skólann til þess að fá smá svefn fyrir flugið til Noregs strax daginn eftir.