Gefið út

Landafræðislagurinn

Rithöfundar

Í dag fór Trausti í landafræðislag á móti honum Baldvini í Danmörku.

Það hefur verið lengi mikil umræða um einhversskonar slag í landafræði síðustu svona 4 mánuðina, en í dag fórum við í þennan slag. Baldvin er vinur Matthíasar og þess vegna tengumst við.

Matthías bjó til flestar spurningarnar með hjálp frá einni stelpu og þau eru ástæðurnar afhverju þessi slagur var að raunveruleika. Trausti var á Íslandi en Baldvin var í Danmörku og þá þurfti að nota google meet fund.

Það voru 6 flokkar í keppninni, hver flokkur var með nokkrar spurningar sem gáfu stig og sá með flest stig fyrir þann flokk vann. þó það var frekar óskýrt í seinni hluta keppnarinnar hvað væri flokkur. Sumar spurningarnar voru líka mjög opnar þannig það gátu verið nokkur svör yfir sömu spurningu þó það væri bara eitt svar 🤦

loka niðurstöðurnar voru:

  • Trausti (3 stig)
  • Baldvin (3 stig)

Það var jafntefnli. Baldvin vann flokka 1, 2 og 6 og Trausti vann flokka 3, 4, 5.

Það voru samt margir gallar í þessari keppni.

  • 6 flokkar geta endað með jafntefli
  • Google meet fundur þýðir það að það er netsambandmunur svo það tekur lengri tíma fyrir þau að svara ef það er hraðaspurning.
  • Ein spurningin gaf svarið léttilega

Ég ætla samt ekkert að segja neitt meira um þetta því Matthías og stelpan fengu bara 2 klst að setja þetta upp sem er varla neinn tími.

Ég myndi samt segja þó það var óskýrt, en ég vann heildarstig í keppninni út af flokki 5 þar sem ég fékk flest allt rétt.

Þetta var skemmtilegt og mögulega munum við gera rematch þegar Matthías og vinir fara til Færeyja.