Gefið út

Frábær dagur

Rithöfundar

í dag var stórkostlegur dagur:

Biskupshöllin

Það fyrsta sem við gerðum í dag var að fara í Biskupshöllina í skoðunarferð með mér, Jóhanni, Yahya og Tómasi.

Biskupshöllin

Göngutúrinn var stuttur og Biskupshallastarfsmennirnir eins og Gavrilo og Olga tóku vel á móti okkur. Biskupinn var líka þarna og heilsaði upp á okkur en sagði svo að hann þurfti að drulla sér aftur í vinnuna. Það var mikið útsýni og við sáum yfir allt Höfuðborgarsvæðið og meira segja meira, en það.

Útsýni 1

Útsýni 2

Við ætluðum að fá okkur ís, en komumst að því að ísbúðin myndi ekki opna fyrr en 11:30 sem var allt of seint fyrir okkur því við þurftum að fara aftur í skólan því þar er Karel að halda upp á kvikmyndahátíð.

Kvikmyndahátíðin

Í kvikmyndahátíðinni þurftu allir að sitja niður og fylgjast með mynd og borða popp og drekka Capri-sun.

Einhver mynd

Myndin var sameinuð af mörgum mismunandni myndböndum, verkefnum og fleira. Um helmingurinn af myndinni var með hluti frá okkur sem er stórkostlegt. Hér er það sem kom fram

Restin af verkefnunum sem aðrið nemendur unnu á voru líka skemmtileg. Það fyndnasta við hátíðina var þegar Jón Steinar kom upp á Norsklendingar koma myndbandinu og þá fór Jóhann að klappa sem lét alla hina klappa.

Matartími

Áður en matartímin hófst þurftum við að fara út og týna steina, ég og Yahya stóðum okkur vel í því. Í matartíma hitti ég Jón Steinar og við ræddum aðeins um Brennu-Njáls sögu og hversu óheyranlega löng hún er og hvernig væri hægt að stytta hana. Ég verð að segja það, en Jón Steinar kom með mjög skynsamar hugmyndir um hvernig væri hægt að stytta myndina.

Heimilisfræðipróf

Við fórum svo í heimilisfræðipróf sem gekk bara mjög vel, ég og Mikael elduðum djúsi rétt.

Matur

Þetta var papríka með kjöti, osti og gulrætum inn í. Fyrst er kjötið steikt og svo er papríkan sett í ofnin. Hrísgrjón eru soðin í potti og svo er bætt við gulrætur ofan í.

Eftir Heimilisfræðiprófið fórum við allir heim eftir þennan frábæra dag.