Gefið út

"Héðan í frá má enginn hunsa neinn"

Rithöfundar

Á Biskupsþingi í dag voru mikil rifrildi á milli Matthíasar, Gylfa og Tómasar.

Gylfi var pirraður yfir því að Tómas skyldi alltaf hunsa hann þegar hann er að tala og segir honum að hætta því. Matthías stóð með Gylfa í liði og sagði líka Yahya að hætta að gera það sama. Eftir meiri rifrildi kom Trausti með uppástungu:

"Héðan í frá má enginn hunsa neinn"

  • Trausti

Allir í salnum horfðu á Trausta og Gylfi, Tómas, Matthías og Trausti reistu upp höndina sem var nóg fyrir þessi lög að taka gildi. Jóhann og Sigurdór mættu ekki og Yahya hafði ekkert að segja þannig það var augljós sigur.

Svo lauk þingið og þessi lög voru sett í gildi.

Þannig fór biskupsþingsfundur þann 24. júlí 2024.