- Gefið út
Bíngó!!!
- Rithöfundar
Í dag hélt skóli okkar bíngó skemmtilegheit til þess að safna fyrir Noregsferðina sem verður í Apríl. Sorglegt að segja en 8. bekkur sem er núna í 9. bekk verður með í þessari ferð en vonum það besta.
Þegar strákarnir fréttu að þessu fór allt að gerast. Trausti og Jóhann ákváðu að kíkja en Matthías þurfti að horfa á Shrek 3 af einhverjari ástæðu 🤦
Þegar við mættum kl 5 þá var mega stemming. Yahya var aðal verslunarmaðurinn og sinnti því hlutverki að selja Bingó spjöldin. Trausti keypti 3 spjöld fyrir 1000kr en Jóhann bara eitt fyrir 400kr.
Trausti og Jóhann fundu sér góð sæti aftast í salnum með Kareli, Lísu og öðru óreglufólki sem var mega nice en svo hófst bingóið.
Trausti og Jóhann unnu ekkert í bingóinu á meðan hin 5 á borðinu unnu mikið sem er fáranlegt og þeir þá komust að þeirri niðurstöðu að þetta væri rigged sem var örugglega rétt en en heyrðu, við verðum að styðja Yahya í ferðalaginu hans til Noregs.
Eftir bingóið fóru allir heim nema Trausti, Jóhann, Yahya og Jón Steinar sem ákváðu að ræða um alvarleg málefni og ganga frá borðunum sem ganga ekki sjálf en á endanum þurftu þeir að skella sér heim.
- Takk skólinn okkar fyrir að halda upp á þetta bingó og vonum að Noregsferðin gangi vel 🫡