Færslur

Skrifa skal færslu fyrir síðuna

Komdu sæl/l, vill svo til að þú ert núna að fara að skrifa inn færslu.

Elsku ástvinur minn, við í framkvæmdarteyminu erum búinn að reyna að einfalda þetta eins mikið og er mögulega hægt.

Færslur á síðunni eru skrifaðar í markdown, hér fyrir neðan er smá útskýring á hvernig það virkar, einnig er að finna ritvinnsluvél fyrir markdown texta.

Efnisyfirlit

Hvernig skrifa menn texta í markdown

**feitletrað**

_skáletrað_

Það er líka hægt að setja link á eitthvað innan í orði

T.d.
[Trausti](/medlimir/trausti)

[My happy song](https://www.youtube.com/watch?v=ufbOHl1mmYk&ab_channel=SuperSimpleSongs-KidsSongs)

Fleiri leiðbeiningar varðandi markdown

Ef þig langar að bæta myndum eða myndböndum í færsluna þína þarftu að fylgja leiðbeiningunum hér fyrir neðan.

Hvernig skal myndabanda færslur

Ef þig langar að setja inn myndband er hægt að annað hvort deila því á google drive með biskupsreglan@gmail.com eða setja inn youtube link.

hér er dæmi:

Elsku framkvæmdarteymi vill svo til að ég deildi með ykkur myndbandi á drive sem heitir ,,Risaeðlur.mp4" viljið þér setja það inn hér 🥺

Það er líka hægt að gera þetta svona:

Hér er youtube link: https://youtube.com/watch/?v=ZNFyBWLGa7k, setja skal þetta myndband inn.

Þú getur líka útskýrt nánar um myndbandið þitt

Ég bjó til vídeó um hvernig risaeðlur voru til og dóu svo allt í einu.

Hvernig skal ljósamynda færslur

Ef þig langar að setja inn mynd skal senda myndina á okkur í email: faerslur@biskupsreglan.com

síðan þarft þú að láta oss vita hvar þig langar að fá myndina

hér er dæmi:

Elsku framkvæmdarteymi, viljið þér setja myndina mína sem heitir ,,Hagkaup.jpg" inn hér 🥺

Ritvinnsluvél

Þessi ritvinnsluvél er því miður á ensku, eins og er getum vér ekki gert neitt í því.

Þessi ritvinnsluvél tilheyrir wysimark og notar því wysimark liti. Betra er að hafa stillt á ljóst þema (light mode) þegar unnið er í þessari ritvinnsluvél. Vér biðjumst velvirðingar á þessum óþægindum en eins og er höfum við ekki aðra möguleika.

Fyrir þá sem vilja nota aðrar ritvinnsluvélar er hægt að leita að "markdown editor" á netinu.

Hér geta menn skrifað

þegar allt er klárt, getur þú sent mdx skrána á faerslur@biskupsreglan.com. Í emailinu þarf eftirfarandi að koma fram:

  • Nafn færslu
  • Er þetta frétt eða verkefni
  • Færslan þín í stuttu máli
  • Dagsetning færslu
  • Hverjir tóku þátt í færslunni

Hér er dæmi:

  • Nafn færslu: Risaeðlur
  • Verkefni
  • Færlsa í stuttu máli: Ef risaeðlur væru enn til í dag, væri hægt að fara á hestbak á þeim?
  • dagsetning færslu: 2026/03/08 (Ártal, mánuður og dagur)
  • þeir sem tóku þátt í færslunni: Sigmundur Davíð, Trausti, Triple H og Björgvin

Og mundu það að færslur þurfa að vera í samræmi við reglunar okkar.

Hvað ef þetta er of flókið fyrir mig

  • Reyndu að skilja þetta fyrir ofan (Það er svo miklu einfaldara fyrir alla)
  • Ef þú ert í skóla reglunar getur þú fundið einhvern úr framkvæmdarteyminu og beðið hann um aðstoð.
  • Ef þú ert ekki í skóla reglunar getur þú sent email á faerslur@biskupsreglan.com, við gerum okkar besta til að hjálpa þér.