- Gefið út
Kirkjujólaheimsókn
- Rithöfundar
í dag voru kirkjujól skólans eins og hvert annað ár en ég og Jóhann ákváðum að heimsækja og fylgjast með hvað skólinn hefur sett upp. Aðrir meðlimir eins og Solveig, Lísa og óreglufólk sem útskrifuðust á síðasta ári komu líka.
Þegar ég mætti þá fékk ég kerti frá krökkunum og svo sast ég á svo kallaða "útskriftarbekknum" þar sem útskriftarkrakkar voru. Jóhann mætti ekki mikið seinna og ég tók eftir því að honum vantaði kerti og þá var augljóst að krakkarnir væru "racist" (þeir kláruðu örugglega kertin sín en það skiptir engu máli).
Hér er mynd af útskriftargenginu
Svo hófst kirkjujólin og þar sungu krakkar jólasöngva og útskýrðu sögur. Yahya var meðal leikara sem léku í leikriti um jólasögur og jólin almennt, algjörlega stórkostlegt 🤦🎉
Leikritið var smá vont aðallega vegna þess að 9. bekkingar (fyrrverandi 8. bekkingar) voru meirihlutinn en Yahya skar sig úr hópnum.
Trausti tók líka myndband
Ef Vídeóið vill ekki spilast er hægt að skoða það á Youtube
Eftir að syngja lagið Heims um ból þá hlupu allir heim nema ég, Jóhann, Yahya, Jón Steinar og Haraldur ákváðum að vera eftir og spjalla saman um alvarleg mál. Við hjálpuðum líka að ganga frá en þurftum svo að fara heim í bælið.
Þetta voru fín kirkjujól 💗
Ef Vídeóið vill ekki spilast er hægt að skoða það á Youtube