- Gefið út
Trausti og Jóhann heimsækja fólk
- Rithöfundar
Efnisyfirlit
24. mars 2023
Fyrir ránið
Einn föstudag eftir skóla heyrði Trausti samtal milli Svanhildar, Hrafnkötlu, Söru, Tómasar og Gylfa.
Þau voru að tala um að ræna honum... og kannski líka taka Jóhann með í það.
Þetta átti að vera vídeó fyrir árshátíðaverkefni Svanhildar, Söru og Hrafnkötlu.
Trausti hringdi strax í Jóhann og lét hann vita um málið. Jóhann langaði að bjarga Trausta úr þessu vandamáli og ætlaði að koma heim til hans þann dag.
Jóhann komst ekki en hann átti von á því að einhverjir myndu koma og heimsækja hann...
Spæjarar Trausta (Faðir Trausta og faðir Söru) voru að vinna í því hvort það væru í alvörunni einhverjir að fara að koma og ræna honum.
Það leit mjög ólíklegt út.
Kl 20:00 fékk Trausti upplýsingar um það að það væru einhverjir að koma að ræna honum.
Trausti er mjög hugrakkur maður og ákvað að fara út aleinn... og það gerðist það þar sem þrír ræningjar komu og blindu hann.
ránið sjálft
Trausti var rændur af Hrafnkötlu, Svanhildi og Söru inn í bíl og gat ekki séð neitt í korter, Gylfi og Tómas gátu ekki komið með. á meðan Trausti var í bílnum voru stelpurnar að ljúga af Jóhanni að Trausti væri ekki stoltur af honum og Jóhann hélt að hann væri að missa af einhverju.
Áður en Trausti vissi af var hann kominn á bekk fyrir aftan kirkju, langt í burtu frá heiman og var yfirheyrður af stelpunum.
Eftir 1 klst leyfðu þau honum að fara heim alveg dauðskelkaður.
Jóhann var mjög pirraður þegar hann fattaði það að stelpurnar væru að ljúga af honum og líka það að hann fékk ekki að koma með.
25 mars 2023
Fermingaveislan
Næsta dag fékk Jóhann SMS af Hrafnkötlu að hún væri að leiðast rosalega mikið í fermingaveislu nálægt Trausta og vildi að Jóhann kæmi, hún meindi það samt ekki alvarlega, hún var að grínast, en hún sagði samt "geturðu pls komið". Jóhann eins og vanalega tekur hann þessu alvarlega.
Jóhann nær í samband við Trausta og lætur hann vita um þetta, bæði Trausti og Jóhann vildu hefna sín eftir það sem gerðist daginn áður
Jóhann kemur heim til Trausta og þeir fara saman í stutta göngu til fermingaveisluna sem Hrafnkatla er í.
Þegar þeir komu var Hrafnkatla þar. Að mati Trausta var Hrafnkatla ekki það ánægð að þeir væru komnir þarna að trufla fermingaveislu og tæknilega óboðnir.
En þegar þú hugsar út í það, Hrafnkatla bauð Jóhanni og Jóhann bauð Trausta. Fermingaveislur eru oft þannig.
Strákarnir ákváðu að fara frekar hratt úr veislunni en þetta var nóg til að móðga Hrafnkötlu.
En enginn var tilbúinn fyrir það sem þeir myndu gera næst.
Heimsókn til Hrafnkötlu
Trausti veit að sjálfsögðu hvar allir eiga heima og hann notar þær upplýsingar til að vita hvar Hrafnkatla á heima. Trausti og Jóhann skella sér í strætó og fara alla leið til heimili Hrafnkötlu því afhverju ekki og þeir banka upp á og hlaupa í burtu.
Þeir ákváðu svo að fara í miðbæinn í smá stund en komu svo aftur og Jóhann ákvað að fara í símann sinn.
Hrafnkatla var ekki komin heim ennþá þannig strákarnir fóru annað...
Heimsókn til Svanhildar
Strákarnir mæta til heimili Svanhildar, hún var að klippa árshátíða vídeóið sitt þegar þeir komu og trufluðu hana.
Hún hélt fyrst að ástæðan afverju þeir komu heim til hennar var út af því að þeir vildu gera meira fyrir árshátíða vídeói en í rauninni voru Trausti og Jóhann ekki að spá í því og vildu bara banka upp á heimili hennar.
Svanhildur ákvað að fara með Trausta og Jóhann á næst stað.
Heimsókn til Tómasar
Trausti, Jóhann og Svanhildur fóru heim til Tómasar en Tómas nenndi ekki koma með þeim. Þetta var nokkuð tilgangslaus ferð til hans.
Ef Vídeóið vill ekki spilast er hægt að skoða það á Youtube
Hvað næst?
Enginn var viss hvar ætti að fara næst. Það var annaðhvort hægt að fara til:
- Hrafnkötlu aftur.
- Söru, hún býr langt í burtu
- Eða hjá einum öðrum aðila sem býr á Álftanesi.
Bara svo fólk veit það; Trausti, Jóhann og Svanhildur voru í Vesturbænum. Það var enginn að nenna að fara hinum meginn í Reykjavík eða á Álftanes.
Svanhildur fattaði svo að þessi ferð sem hún fór með Trausta og Jóhanni væri tilgangslaus og ákvað að snúa aftur heim.
Heimsókn til Hrafnkötlu aftur
Trausti og Jóhann ákváðu að fara aftur heim til Hrafnkötlu en bönkuðu ekki upp á hurðina í þetta skipti. Þeir vildu bara skoða aðeins nánar eða hvað sem þeir vildu gera.
- Trausti veit ekki ennþá hvað tilgangurinn var að fara þangað aftur, Hrafnkatla var hvort sem er ekki komin heim enn.
Strákarnir ákváðu svo bara að skella sér heim eftir næstum því 5 klst ferðalag.