- Gefið út
Vísindavaka 2022
- Rithöfundar
Í vísindavöku verkefni skólans ákváðu Gylfi, Matthías, Trausti og Jóhann að búa til þurrís sprengju.
- Það er hægt að smella á vídeó verkefni okkar um þetta verkefni hér
Strákarnir ætluðu fyrst að búa til Bromine sprengju en kennaranir sögðu að það væri bannað því það er alltof hættulegt. Þannig þeir fengu hugmyndina um að gera þurrís sprengju.
Til þess að búa til þurrís sprengju þarftu plast flösku (svona 1-2 lítrar), Fylla í hana svona 1/3 af vatni, setja þurrís ofan í og svo loka tappanum.
Sprengjudagurinn mikli
Eftir skólan ætluðu strákarnir að búa til fyrstu sprengju þeirra. Þeir voru tilbúnir með gleraugu, hanska og allt en þeir voru svo heimskir að setja ekki nógu mikinn ís í flöskuna og + það að þurrísinn sem þeir voru að nota var næstum því bráðnaður.
Strákarnir þurftu þá að fara í leiðangur og kaupa nýjan þurrís án gleraugna og hanska en það er allt í lagi eins lengi og flaskan er ekki búin til úr gleri þá deyr enginn. Þeir keyptu 2L gosflösku í Bílshöfða, Gylfi og Jóhann drukku allt úr henni á ótrúlega stuttum tíma.
Þeir ákváðu að sprengja sprengjuna nálægt Bryggjuhverfinu á bekk úti við fjöru. Trausti þurfti að fara á ströndina og fylla upp flöskuna, eftir eina misheppnaða tilraun ákváðu þeir næst að fylla flöskuna vel af þurrís og þá sprakk hún allt í einu og kassinn með þurrísinum hliðiná, Gylfi sat alls ekki hliðiná sprengjunni þegar hún sprakk 😉
Eftir sprengjudaginn mikla
Kennarinn okkar var ekki ánægð með tilraun okkar vegna þess að við vorum ekki með neitt af öryggis búnaðinum þannig við vorum ekki til fyrirmynda (semsagt að við þurftum að búa til nýja sprengju).
En fyrst þurftum við að eyða öllum deginum í það að finna nýjan þurrís kassa handa öðrum kennara sem átti kassan sem við fengum í láni og skemmdum.
Eftir að sprengja seinni sprengjuna okkar með allan öryggisbúnaðinn fórum við aftur í skólan og komum okkur í gang í það að búa til plakat.
Plakatið og Vísindavakan
Matthías fékk mann til að prenta plakatið sem við bjuggum til með einhverju teikni forriti (alls ekki bara Matthías sem vann á öllu plakatinu í tölvunni).
Plakatið var A1 stærð sem er miklu stærra en allir hinir hóparnir.
Einn kennari líkaði ekki við plakatið því það var „allt of stórt“ en við fengum samt að vera með það.
Strákarnir settu upp skjá og sýni af sprengdu flöskunni sem þeir sprengdu í skóginum.
Strákarnir ákváðu svo að fá smá lánaðan þurrís af öðrum hópi því sá hópur var að herma eftir þeim og svo sprengdu þeir flösku fyrir utan skólan og allir nemendur, kennarar og foreldrar fögnuðu.
Þetta var mjög skemmtilegt verkefni og vonandi gerum við eitthvað svipað aftur.